Sunday, May 6, 2012

Brauð með fyllingu.


Bakaði brauð í dag.
Uppskriftin er nóg í 3 brauð

21 gr. ger (þurrger)
1 kg. hveiti
625 ml. volgt vatn
2 tsk salt
30 gr. sykur
pipar
steikarkrydd
jurtakrydd

Deigið látið hefast í ca. 30 mín.




Fyllingar:
   1 Feta ostur og sólþurkaðir tómatar
   2 Skinkusmurostur, hnetukurl og skinkukurl.
   3 Rifinn ostur og hnetur.

Deiginu er skipt í þrjá hluta og flött út með kökukefli. Fyllingu smurt jafnt yfir og deiginu síðan rúllað upp eins og rúlluköku. Penslað að ofan með eggi og rifnum osti frússað yfir. Bakað í ofni við 200 gráður í c.a. 20 mín.
Smakkaðist mjög vel og fylling nr. 1 var "hitt".